Um Okkur

Berlín opnaði í nóvember 2015. Við höfum þjónað Akureyringum og gestum bæjarins hér um bil daglega síðan þá með dýrindis brunch, framúrskarandi kaffi og góðu andrúmslofti. Við bjóðum upp á létta og holla rétti, rétt dagsins og frábær salöt.

Berlín er í eigu Sveins Sævars Frímannsonar og hefur hann staðið vaktina í eldhúsinu frá stofnun. Sveinn er menntaður þjónn og var lengi veitingastjóri á Hotel KEA.